rsz_screen_shot_2014-03-14_at_172619Egill Einarsson eða Gillz eins og hann kallar sig gengur undir plötusnúðanafninu DJ MuscleBoy var að senda frá sér sitt annað lag, en hann gaf eftirminnilega út “remix“ eða endurgerð af laginu Án Þín með Sverri Bergmanni síðasta sumar og var það spilað víða.

Nú er MuscleBoy hinsvegar búinn að senda frá sér nýtt lag í samstarfi við strákana í StopWaitGo og nefnist lagið Louder, en það fjallar einfaldlega um hversu ljúft sé að komast í ræktina, njóta sumarsins og skemmta sér, en Ice Cold gerðu myndbandið við lagið.