Fanney Rún er 15 ára stelpa frá Akranesi og er annar sigurvegaranna sem dómnefnd valdi í Söngfuglinum þetta árið. Hún hefur verið að syngja síðan hún hóf söngnám fyrir fjórum árum en þá var hún ellefu ára.

Fanney hefur m.a. komið fram með Frostrósarkórnum, sungið í hörpunni og tók þátt í samfés fyrir hönd Arnardals en er núna í unglingakór sem kennarar grunnskólanna á Akranesi stofnuðu í vetur.

Hún hefur mikið dálæti á að syngja og stefnir á því að fara í meira söngnám og í leiklistarskóla þegar hún verður eldri. Vinkona hennar benti henni á söngfuglinn og sló hún þá til og ákvað að taka þátt og uppskar sigur en hún sendi inn lagið Make You Feel My Love sem söngkonan Adele gerði upphaflega.