Íslenskt og efnilegt er flokkur á NýTónlist.net þar ungum tónlistarmönnum gefst tækifæri á að koma tónlistinni sinni á framfæri. Flokkurinn hefur vaxið gífurlega hratt og er orðinn afar vinsæll nú í dag. Í tilefni þess ætlum við hjá NýTónlist að efla annað árið í röð til Söngfuglsins.

Söngfuglinn er söngkeppni sem verður haldin inná netinu þar sem ungir tónlistarmenn á aldrinum 10-18 ára senda inn myndband af sér syngja og eru með því skráð í keppnina.
Valin verða 10 efnilegustu lögin og keppa þau í úrslitum, dómnefnd kemur til með að velja lag sem sigrar en einnig verður haldin like keppni.
Meðal vinninga er studiotími að eigin vali í alvöru upptöku-stúdíói og glæsilegt tónlistarmyndband frá IceCold og fleira*

Nánari upplýsingar um dagsetningar og samstarf koma seinna.

Reglur Söngfugls NýTónlist 2013

1. Þáttakandi verður að hafa náð 10 ára aldri og má ei vera eldri en 18 ára gamall.
2. Það má ekki vera búið að vinna með sönginn á neinn hátt, þ.e.a.s, með auto-tune, compressor. o.s.frv.
3. Hámarks lengd lags má vera 5 mínútúr og ekki stærra en 25 megabæt(MB) ef myndbandinu er hlaðið inn á síðuna en keppandi hefur einnig kost á því að setja tengil á lag ef það er þegar á netinu t.d. á YouTube/Vimeo.
4. Engin regla er um hvort að lagið sé frumsamið eða svokallað ,,cover” eða endurgerð.
5. Hver keppandi má einungis senda inn 1 lag í keppnina.
6. Með því að senda lag þitt í keppnina okkar áskilur NýTónlist þann rétt að nota lag þitt til að setja á vefsíðuna eða nota í aðra sambærilega starfsemi.
7. Sérstök dómnefnd mun síðan velja sigurvegara keppninnar sem hlýtur titilinn ,,Söngfugl NýTónlist 2013”
8. Dómnefnd munu einnig velja 8 lög sem fara inná síðu NýTónlist.net í svokallaða ,,like” keppni þar sem almenningur velur sitt uppáhalds lag, sem fær einnig upptöku í hljóðveri.

NýTónlist áskilur sér rétt til þess að breyta reglum þessum hvenær sem er.
Brot á reglum varðar ógildingu lags í keppninni

*Fleiri vinningar verða tilkynntir þegar nær dregur.