Sönghópurinn Blár Ópal samanstendur af ungum tónlistarmönnum sem munu stíga á stokk næstkomandi laugardagskvöld með miklum látum í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. Það lag sem sigar á úrslita kvöldinu keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision 2012 og verður keppnin haldin í Baku í Azerbaijan í lok maí.

Sönghópinn skipa Agnar Birgir Gunnarsson, Franz Plóder Ottósson, Pétur Finnbogason og sjálfur Kristmundur Axel Kristmundsson og flytja þeir saman lagið Stattu Upp. Höfundar lagsins eru Axel Árnason og veðurguðinn Ingólfur Þórarinsson. Lagið einkennist af blöndu af rappi og mjúkum lífgandi röddum sem lætur fær fólk til að syngja með.
Facebook síða Blás Ópals