Sunna Líf er 14 ára stelpa frá Sauðárkróki. Hún hefur sungið frá unga aldri og byrjaði að semja sín eigin lög fyrir tveimur árum. Sunna er í skólakór og hefur meðal annars komið fram með Frostrósum. Hún tók þátt í Samfés í fyrra og söng þar bakraddir, en lagið fékk verðlaun fyrir faglegasta flutninginn.

Lagið sem Sunna syngur er frumsamið og heitir Myrkur í Hjarta það fjallar um hvað eiturlyfja heimurinn getur verið hættulegur.