Aron Rafn er sextán ára strákur úr Kópavogi og gengur í Menntaskólann í Kópavogi. Árið 2009 byrjaði hann að hlusta á House tónlist og ári eftir byrjaði hann að hlaða niður tónlistar forritum og fikta með tónlist en tókst það ekki vel. Í lok 2011 byrjaði hann hinsvegar aftur að fikta og fékk mörg góð ráð frá t.d. Agli Freydal og Arnari Ingasyni sem eru báðir verulega efnilegir í House bransanum hér á landi og lærði hann mikið af þeim.
Rapture er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér en hann hefur þó búið til svokölluð remix af öðrum lögum.
Þú getur hlaðið laginu niður frítt með því að smella á liltu örina á spilaranum.