Michael Andrason og Andri Már Elvarsson eru ungir strákar búsettir á Suðurnesjunum og ganga í FS. Michael er nítján ára og elskar að syngja en stundar jafnframt líkamsrækt af fullum krafti, og er þetta fyrsta lagið sem hann sendir frá sér. Andri Már eða Divine eins og hann er kallaður er sextán ára rappari og hefur verið að rappa í langan tíma og hefur gefið út mörg lög.
Lagið heitir One Step Closer og sömdu strákarnir það sjálfir. Garðar Ólafsson sá svo um upptöku og vinnslu á myndbandinu.