Heimsfrægi plötusnúðurinn DJ Newklear eða Sigurður Helgason eins og hann heitir réttu nafni fagnar í dag 29 ára afmæli sínu með því að gefa út splunkunýtt mix. Lagið er mashup af laginu Criminal með Vox Halo og LaDolla.
Það hefur verið nóg að gera hjá Newklear upp á síðkastið og hefur hann verið að koma víðsvegar fram.

Það má með sönnu segja að draumar hans hafa ræst því hann er að fara að spila á skemmtistöðum erlendis. „Ég er kominn með samning hjá Power Surge sem starfar fyrir Baoli Records, ég er að fara til Bandaríkjanna á næstunni og er að fara að spila á skemmtistöðum þar.“

Í næstu viku verður hann með klukkutíma gestamix á bounFM útvarpstöðinni.
„Ég hef verið að fá gífurlegan stuðning frá Djs From Mars, Club Banditz og t.d. Jerry Rekonius sjálfum sem gerði lagið „10TH“ en stuðningur sem þessi skiptir sköpum þegar maður er að koma sér á framfæri út í heimi.“

Í tilefni afmæli síns ætlar DJ Newklear að gefa ykkur nýjasta mixið sitt og er hægt að hlaða því niður með því að smella á litlu örina á spilaranum.