Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir er sautján ára nemandi í Borgarholtsskóla í Reykjavík.

Lagið Ég Er Með Hugann Hjá Þér heitir upphaflega You Make My Dreams Come True og er með Hall & Oates en Arney gerði íslenskan texta við lagið ásamt móður sinni, Sigrúnu Jónsdóttur.
Arney fær svo digga aðstoð frá þeim Heru Jónsdóttur og Bryndísi Gunnarsdóttur sem syngja bakraddir í laginu.

Lagið er framlag Borgarholtsskóla í Söngkeppni Framhaldsskólanna í ár og geta aðdáendur lagsins kosið það áfram í úrslitin með því að hringja eða senda sms í númerið 900-2001 og kostar hvert atkvæði 100 krónur.

Úrslitakvöldið fer svo fram í Vodafonehöllinni þann 21. apríl næstkomandi og verður keppninni sjónvarpað beint á RÚV.