Ingólfur Páll er 22 ára Akureyringur sem gengur undir listamannsnafninu Ingo Hansen.
Hann tók þá ákvörðun að fórna öllu sínu fé og tíma sem hann átti í gerð nýrrar plötu sem hann gaf út fyrir stuttu en öll lögin á plötunni eru eftir Ingólf og eru þau útsett af Kristjáni Edelstein.
Ingólfur leiðir fólk inn í mismunandi heima á plötunni en þar má finna tónlist allt frá rokki, kántrí og poppi.

Hægt er að kaupa plötuna  sem heitir Walking Up The Wall á facebook síðu Ingólfs

Hér flytur Ingólfur lagið Salesman On The Corner ásamt Valdísi Eiríksdóttur.