Hákon Guðni Hjartarson er sautján ára strákur sem býr á Akureyri, hann gengur í MA og æfir fótbolta af fullum krafti með Þór.

Lagið Let’s Go er fyrsta frumsamda lag Hákons og fjallar það um strák sem biður stelpu um að koma og lifa lífinu með sér.

Hugmyndin af laginu kveiknaði þegar að Hákon var í miðri prófatíð og eyddi hann heillri nóttu fyrir próf í að semja lagið, en það átti upphaflega að vera krúttlegt gítarlag en þróaðist svo í eitthvað allt annað og miklu flottara. Lagið er pródúserað af Stefáni Erni í Loftið Stúdíó en Helga Maggý syngur bakraddir.