Hljómsveitin Mars er nýtt og ferskt band sem spilar poppað rokk ásamt öllum helstu slögurum nútímans í bland við klassíska smelli.

Hljómsveitina skipa þau Egill Hübner, Gauti Stefánsson, Brynjar Páll, Hafsteinn Már og Rebekka Blöndal.
Það var Egill sem stofnaði hljómsveitina og fékk Hafstein fljótlega til liðs við sig en hljómsveitin varð fullskipuð á síðasta ári.

Mars hefur verið mikið á ferðinni og hefur hún mest megnis verið að spila út á landi, en þau hafa fengið vægast sagt frábærar móttökur.

Lagið Stupid Things er fyrsta lag hljómsveitarinnar og það er nokkuð ljóst að það verður gaman að fylgjast með þeim á næstunni.