Bjarni Jóhannes er ungur og afar efnilegur rappari á mikilli uppleið.
Hér er hann mættur til leiks með glænýtt lag sem nefnist Af Stað en það er Camilla Rut sem syngur með honum í laginu.

Lagið er tilkomið vegna þess að Bjarni er orðinn leiður á þessum stelpum sem eru alltaf flakkandi milli sambands og að vilja bara vera vinir, svo hann ákvað að fara af stað og halda áfram sína leið en þaðan er nafnið á laginu komið.

Lagið sem var tekið upp í Stúdíó On&On er pródúserað af Ýmir Rúnarssyni eða Whyrum eins og að kallar sig og voru það strákarnir í Ice Cold sem sáu um gerð myndbandsins.