Söngvarinn, leikarinn og hjartaknúsarinn Þorvaldur Davíð sem bræddi kvenþjóðina með leik sínum í myndinni Svartur Á Leik er mættur til leiks með splunkunýtt lag sem heitir Án Minna Vængja.

Þorvaldur samdi lagið ásamt skólabróður sínum í Julliard honum Cameron Scoggins en Þorvaldur sá alfarið um textasmíðina.

Lagið sem var tekið upp í Stúdíó Ljónshjarta fjallar um ástina og er mikill óður til Íslands segir Þorvaldur Davíð.