Ársæll Gabríel er 18 ára strákur frá Akureyri og vinnur sem smiður hjá föður sínum en hann er búinn að vera búa til tónlist síðan hann var ungur, hann hefur alltaf haft áhuga á tónlist og er nýlega búinn að gefa út nýtt lag. Lagið heitir When You’re Here og er af tegundinni House/Progressive House. Það má aldeilis segja að þessi strákur á framtíðina fyrir sér í raftónlistinni og við hlökkum til að heyra meira frá honum.

Þú getur hlustað á og niðurhalað þér að kostnaðarlausu laginu When You’re Here með Ársæli hér fyrir neðan.