Nýjasta lagið sem Steindi Jr. sendir frá sér, en það var frumflutt í lokaþættinum í þriðju seríunni af Steindanum Okkar, en framleiðendur þáttanna hafa gefið það í skyn að þetta verði síðasta serían sem framleidd verður af þessum frábæru þáttum sem hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Í laginu sem nefnist Nóttin Er Ung má sjá þá Steinda og Bent fara á kostum ásamt Matta Matt, Hreini Hafliðasyni, Pétri Jóhanni og mörgum öðrum góðum gestum.