Úlfur Úlfur - Sofðu VelÞeir Arnar og Helgi í Úlfi Úlf voru að senda frá sér glænýtt tónlistarmyndband við lagið Sofðu Vel, en það er fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem strákarnir eru að vinna að.

Lagið sem er pródúserað af Redd Lights ætti að gefa okkur sýn á það hvernig efni plötunnar verður sem kemur til með að vera öðruvísi en þeir hafa verið að fást við á ferlinum, en þeir segjast ekki vera að fara að gera það sama aftur og vilja feta nýjar leiðir.