Skálmöld - GleipnirHér spila Íslensk náttúra og tónlist saman og mynda þessa frábæru útkomu, en lagið Gleipnir er má finna á plötunni Börn Loka sem  strákarnir í þungarokkshljómsveitinni Skálmöld sendu frá sér á síðasta ári.

Sveitin sem var stofnuð árið 2009 hefur heldur betur aukið vinsældir sínar upp á síðkastið en, þeir félagar eru nú á leiðinni í tónleikaferðalag um Evrópu og koma meðal annars fram í Osló, Barcelona og London.