Arnar Pétursson betur þekktur sem Addi Litli, er 16 ára strákur úr Hafnarfirðinum. Hann hefur gaman af lífinu
og hefur verið algjör hip hop haus eftir að hann heyrði lag með Wu Tang Clan en þá var hann aðeins 8 ára gamall.
Arnar byrjaði að semja þegar að hann var 12 ára, og hefur verið að rappa í 4 ár.
Þín Minning Mun Alltaf lifa er lag um æskuvinkonu Arnars sem hét Sigrún Mjöll.
Þessi stelpa var mjög góð vinkona hans og var honum sem systir. Hún gerði vitlaust og valdi ranga leið í lífinu og fór að nota eiturlyf. Einn daginn sagði Sigrún við Arnar að hún ætlaði að hætta eftir þetta eina skipti, og þann dag dó hún eftir of stóran skammt.
Hún var ekki nema 17 ára gömul þegar hún dó, en þessi stelpa mun alltaf búa í hjarta Arnars.
Hann leggur til að þið hlustið á þetta lag og deilið því með vinum og fjöldskyldu og hann vil koma einföldum skilaboðum á framfæri: „Aldrei nota eiturlyf!“

Íslenskt Og Efnilegt