Quarashi - Rock OnLagið Rock On er fyrsta lagið sem íslenska rapp hljómsveitin Quarashi sendir frá sér í um tíu ár, en hljómsveitin sem var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2006 seldi yfir 400 þúsund plötur á ferlinum út um allan heim.

Strákarnir komu síðast fram árið 2011 á Bestu Útihátíðinni en ákváðu að leiða hesta sína saman og spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár, en nýja lagið þeirra er partur af stærri útgáfu sem mun líta dagsins ljós síðar á þessu ári.