Anders Nilsen - EDM (Educational Dance Music)Norski söngvarinn og spéfuglinn Anders Nilsen hefur veirð að gera það gott með laginu Salsa Tequila en í því bjó hann til lag með öllum þeim orðum sem hann kann í spænsku og er því voða lítið vit í textanum.

Nú tekur hann fyrir EDM sem er stytting á electronic dance music og breytir því yfir í educational dance music eða með öðrum orðum danstónlist með menntunargildi, en umdeilt er hversu mikið er hægt að læra af laginu.