Biggi Em heitir réttu nafni Birgir Ólafur og er 24 ára Hafnfirðingur. Hann féll fyrir hiphopi fyrir óralöngu þegar hann var aðeins átta ára en það var „Gangsta’s Paradise“ með Coolio, sem kveikti áhugann. Birgir hefur verið að skrifa síðan hann var 14-15 ára gamall, en byrjaði í raun ekkert að fikta við að rappa fyrr en 2009 og hefur verið stanslaust að síðan 2010.“Týndur hermaður“ er lag sem hann skrifaði eftir að hafa verið í neyslu stanslaust í sex ár Og var farinn að upplifa eymdina, þunglyndið og þá vanlíðan sem fylgir neyslu fíkniefna. Lagið er producerað af On&On.

Íslenskt Og Efnilegt