IRO - SunIRO er tónlistarmaður sem fæddist í Ísrael en ólst upp í Bandaríkjunum og fluttist loks til Þýskalands um tvítugt og fór þar fljótlega að spila tónlistina sína á götuhornum, lestarstöðvum og víða, einn síns liðs aðeins með gítar og magnara að vopni og fór fólk fljótlega að flykkjast að í hópum til þess að heyra þennan magnaða tónlistarmann spila.

IRO varð ástfanginn og flutti loks til Brooklyn til að elta ástina en þar sótti hann innblásturinn í lagið Sun sem fjallar um stelpu sem gekk í gegnum erfiða tíma og vildi IRO að hún myndi líta út fyrir kassann og sæi sólina sem skín sama hvað og veitir öllum gleði.

Lagið Sun hefur fengið gífurlega góðar móttökur en menn vilja líkja IRO við Milky Chance en hann átti eitt af vinsælustu lögum síðsta sumars, Stolen Dance og er því spáð að Sun gæti orðið eitt vinsælasta lagið þetta sumarið.