Nicky Romero - LighthouseNick Rotteveel van Gotum eða bara Nicky Romero eins og hann kallar sig er plötusnúður og pródúser sem kemur frá Hollandi en hann kom meðal annars fram á Keflavík Music Festival sumarið 2013 og ætti að eflaust að vera einhverjum Íslendingum í minni.

Nýjasta lagið frá Nicky nefnist Lighthouse og að hans sögn fékk hann innblástur í lagið þegar hann var að vinna með Nile Rodgers í hljóðverinu, en lagið var gefið út af útgáfufyrirtæki Nicky Romero, Protocol Recordings.