LunchMoney Lewis - Whip It! ásamt Chloe AngelidesGamal Lewis eða LunchMoney Lewis eins og hann kallar sig kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í heim tónlistarinnar þegar hann sendi frá sér lagið Bills fyrr á þessu ári en það er afar vinsælt út um allan heim um þessar mundir.

Lewis hefur nú sent frá sér nýtt lag í samstarfi við söngkonuna Chloe Angelides og nefnist það Whip It!.