Alexandra Stan - I Did It, Mama!Við þekkjum hana flest fyrir lagið Saxobeat sem kom út árið 2010 og er það í rauninni eina lagið sem söngkonan Alexandra Stan hefur sent frá sér sem hefur hlotið almenna frægð um allan heim.

Önnur plata söngkonunnar, Unlocked kom út á síðasta ári og fékk hún mis góða dóma og náði á topp listann í Japan, en önnur voru afrek hennar ekki.

Alexandra er þó ekki af baki dottin og er mætt aftur með nýtt lag sem nefnist I Did It, Mama! og er spurningin sú hvort það muni skapa henni heimsfrægð á ný.