Alli Abstrakt er tvítugur rappari og pródúsent, hann var valinn til að taka þátt fyrir hönd Íslands í Norrænu rappkeppninni í október síðastliðnum og hreppti þar 3. sætið. Síðan þá hefur hann verið að vinna í fjölmörgum lögum og myndböndum en það fyrsta er myndband við lagið Nenni Ekki! Lagið fjallar einfaldlega um að nenna ekki neinu öðru enn því að hanga í sófanum og hafði próflesturinn sérlega mikil áhrif á hann til að gera þetta lag. Það er væntanleg ný plata með honum í mars sem heitir einmitt eftir laginu, Nenni Ekki og verður hægt að hlaða henni niður frítt á netinu.