Mike Vestmar Bjarnason er sextán ára strákur sem býr á Álftanesi. Hann byrjaði árið 2007 að fikta með forrit til tónsmíða. Mike byrjaði á því að búa til teknó en árið 2009 vildi hann breyta til og fór yfir i dubstepið. Hann notar frítíma sinn í að búa til lög og einkum þegar hann hefur lítið að gera prófar hann ýmsar nýjungar á borð við hip hop og Drum and Bass.