Rapparinn ungi Kristmundur Axel er mættur aftur með glænýtt lag ásamt Daniel Alvin. Lagið sem ber nafnið Alveg Eins Og Er er prodúsað af Jóa Dag en textinn er eftir Kristmund og Daniel. Nikulás Nikulásson eða Noke sá svo um leikstjórn og alla vinnslu á myndbandinu.

Eins og alþjóð veit fer Kristmundur fyrir sönghópnum Blár Ópal sem keppir í úrstlitum Söngvakeppni Sjónvarpssin en lagið sem sigrar tekur þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision í Azerbaijan í lok maí.