Máni Björgvinsson er 27 ára laga og texta smiður frá Akranesi. Hann fór í stúdíó á dögunum ásamt frænku sinni, Töru Sif og tók upp lagið Minning sem hann samdi um ömmu sína en hún lést árið 2005. Þau eru í óðaönn að semja fleiri lög og verður gaman að fylgjast með þeim í nánustu framtíð.