Eva Laufey Eggertsdóttir er 15 ára stelpa frá Akureyri og gengur í Giljaskóla.
Hún tók á dögunum þátt í pínulitla Samfés á Akureyri og komst áfram en þar söng hún lagið Hjálpa þér sem hún þýddi sjálf við lagið People Help The people með Birdy sem hefur notið gífurlegra vinsælda hér á landi undanfarið.

Á píanó spilar Kamilla Dóra Jónsdóttir, á víólu spilar Sigrún Mary McCormick og á fiðlu spilar Steinunn Atladóttir en hún syngur einnig bakraddir.