Birgir Steinn Stefánsson er tvítugur söngvari og spilar einnig á hljómborð og gítar.
Hér flytur hann cover af laginu The Hardest með Coldplay og spilar allt undirspilið sjálfur og syngur allar raddir. Birgir á ekki langt með að sækja sönghæfileikann því hann er sonur sjálfs Stefáns Hilmarssonar söngvara í Sálinni Hans Jóns Míns.

Þetta er ekki fyrsta coverið hans Birgis en hann hefur covera nokkur vel valin lög í gegnum tíðina og spilað mikið síðustu árin, og er eins og er að semja á fullu bæði einn og svo með vinum sínum.