Blind Bargain er fjögurra manna hljómsveit sem kemur frá Vestmannaeyjum og er hún skipuð af Hannesi Már sem leikur á gítar og syngur, Skæring Óla sem leikur einnig á gítar, Þorgils Árna sem leikur á bassa og honum Kristberg Gunnars trommuleikara.

Blind Bargain er talsvert ný á nálinni, en hún var stofnuð í byrjun janúar á þessu ári eftir að Hannesi var boðið að hita upp fyrir hljómsveitina Súr á skemmtistað í Vestmannaeyjum, en hann var búinn að semja og hljóðrita nokkur lög og langaði mikið að spila á tónleikum.

Þremur dögum fyrir tónleika hóar Hannes í þá Skæring og Þorgils til að leika með sér nokkur lög og eftir þessa tónleika var ákveðið að það þyrfti að stofna band og hann Kristberg var fenginn til liðs við þá.
Blind Bargain spila Blús/Rokk með miklum áhrifum af klassísku rokki, blús og jazz.