Ólafur Gunnar Daníelsson er sextán ára ljúfmenni búsettur í Vesturbænum. Ólafur hefur skapað sér nýjan karakter sem er Óli 107 en hann er allt öðruvísi en Ólafur er í daglegu lífi.
Lagið fjallar um það þegar Ólafur skiptir um karakter og Óli 107 gengur laus. Lagið hefur verið í bígerð í þó nokkuð langan tíma og hófust textasmíðar í nóvember á síðasta ári. Ólafur fékk góðan vin sinn hann Bjarna Jóhannes Halldórsson eða Bjarna Joð eins og hann er kallaður með sér í lagið og er útkoman hjá strákunum vægast sagt mjög góð.

Það er Brynjar Karl eða Creep eins og hann er kallaður og Benzin Music sem pródúseruðu lagið og þeir Stefán Atli og Ingi Þór í Ice Cold sáu um leikstjórn og gerð myndbandsins.

Þú getur hlaðið laginu niður þér að kostnaðarlausu á nýju niðurhalssíðunni okkar en þú kemst á hana með því að smella HÉR.