Tyler Ward er langt frá því hættur en hann er hér með cover af sænska Eurovision laginu Euphoria með söngkonunni Loreen sem eins og kunnugt er sigraði Eurovision í ár með 372 stig. Fékk hann með sér Alex G sem hefur sungið frá barnsaldri og er þetta ekki þeirra fyrsta lag sem þau gera saman, mjög flottur dúett.

Tyler byrjaði fyrir rúmum 2 árum að setja inn cover af lögum inná YouTube og hefur slegið rækilega í gegn og er farinn að túra í kringum heiminn, einungis 23 ára gamall. Ótrúlega flott cover af flottu lagi.