Hér flytur Magdalena Katrín Sveinsdóttir ótrúlega flott cover af laginu Með Þér sem Bubbi Morthens söng upphaflega. Upptakan er frá minningartónleikum frænku Magdalenu en hún lést úr krabbameini á síðasta ári.
Magdalena er aðeins 18 ára gömul og kemur frá Vík í Mýrdal, en þessa stundina nemur hún nám við Menntaskólann að Laugarvatni en það er greinlegt að hún á eftir að ná langt í söng á komandi tímum.