Hin 18 ára gamla Vigdís Diljá flytur hér framlag Menntaskólans á Egilsstöðum í söngkeppni framhaldsskólanna 2012 en hún fór fram í lok apríl.
Lagið hét upphaflega The Story en Jóhanna Seljan sá um íslenska þýðingu á laginu og fékk það nafnið Mitt stærsta Leyndarmál.

Framtíðardraumar Vigdísar eru vinna við tónlist eða leiklist en hún vill þó helst gera bæði.