Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum  fer fram um helgina en hún er álegur viðburður.
Þar er verið að fagna lokum eldgosins í Heimaey, en því lauk 3. júlí 1973 eftir að hafa varað í rúma fimm mánuði.

Þetta er í þriðja sinn sem sérstakt lag er samið í tengslum við hátíðahöldin.
Í ár var hljómsveitin Brimnes fengin til að semja lagið og hefur það fengið nafnið Höldum Heim, en það er samið með þann tilgang í huga að allir geti spilað það og er einungis einn hljómur í laginu, sem er hljómurinn G.