Nú geta aðdáendur söngkonunnar P!nk glaðst því hún var að gefa út splunkunýtt lag sem heitir Blow Me (One Last Kiss).

P!nk tilkynnti að í september kæmi út ný plata frá henni sem hefur fengið nafnið The Truth About Love og leggur söngkonan frækna jafnframt í tónleikaferðalag á næsta ári.