Pródúserarnir og plötusnúðarnir Andri Hrafn, Brynjólfur Gauti, Bóas Kristjánsson, Rögnvaldur Skúli og Rúnar Nielsen skipa Nuke Dukem en þeir hafa verið að gera það ansi gott upp á síðkastið með remixinu sínu af laginu Alelda sem hljómsveitin NýDönsk gerði upphaflega.

Hér eru strákarnir hinsvegar mættir með nýtt remix og að þessu sinni gerðu þeir Nasty Edit af laginu Murr Murr sem sjálfur Mugison gerði en lagið má finna á plötunni Mugimama Is This Monkeymusic sem kappinn gaf út árið 2004.