Hljómsveitin Youngblood Hawke var stofnuð árið 2010 í Los Angeles af þeim Sam Martin og Simon Katz en þeir vildu finna leið til þess að geta deilt tónlistinni sinni með vinum og vandamönnum en þó án þess að fá of mikla athygli.

Hljómsveitin hefur vaxið jafnt og þétt á þessum tveimur árum sem hún hefur starfað og eru hljómsveitameðlimirnir nú í dag orðnir fimm talsins.

Youngblood Hawke gaf út smáplötu fyrr í vikunni sem heitir líkt og hljómsveitin, Youngblood Hawke og er lagið We Come Running fyrsta smáskífan af plötunni en þess má til gamans geta að lagið var valið smáskífa vikunnar í vefverslun Itunes en hljómsveitinni hefur verið líkt við Fun. og hina íslensku Of Monsters And Men.