Ungstyrnið Egill Freydal er 18 ára íslenskur pródúser og hefur verið að gera það gott úti sem og hér heima með lögum sínum.

Stefán tók Egil í smá viðtal í tilefni nýs lags sem Egill var að gefa út sem er remix af Toulouse með þýska plötusnúðnum Nicky Romero.

Hvenær byrjaðir þú á búa til tónlist?

Ég byrjaði fyrst árið 2009, að fikta þá við forrit sem hét TrackX, mjög létt forrit til að fikta við tónlist. Síðan kynntist maður FL studio og byrjaði að leika sér í því. Alltaf á nýju lagi hef ég lært eitthvað nýtt og þetta hættir aldrei!

Eigum við von á fleiri svona lögum í framtíðinni?

Auðvitað svarar Egill og segir svo að hann viti stundum ekki sjálfur hvað hann getur komið sjálfum sér á óvart.

Hvað fékk þig til að byrja á því að búa til tónlist?

Ég byrjaði mikið að hlusta á lög eftir Benny Bennassi árið 2009, held að það hafi svona kickstartað mig í þessu. Fann út hvað það var létt að gera fræga bassan í lögum Benny Bennassi’s, þannig að ég hef eiginlega bara þróað mig frá þaðan. En núna hef ég verið kenndur við artista eins og Arty og Neelix og fleiri.

Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Vill bara endilega þakka þeim sem hafa staðið mig í þessu, þau vita alveg hver þau eru.

Þú getur einnig sótt lagið frítt í fullum gæðum með því að smella hér.