Þriðja lagið sem grímuklæddi meistarinn Gabríel sendir frá sér en hann kýs að fara huldu höfði og láta ekki ljós sitt rétta nafn.

Gabríel sló svo eftirminnilega í gegn með lögunum Stjörnuhröp og Sólskin, og er hann hér mættur til leiks með sitt nýjasta lag sem heitir Gleymmérei.

Hann fékk enga aðra en rapparann Emmsjé Gauta og stórsöngvarann Björn Jörund með sér í lið, en þeir eru báðir vel þekktir tónlistarmenn hér á landi.