Ólafur Gunnar Daníelsson eða Óli 107 eins og hann kallar sig er afar fær rappari sem kemur úr Vesturbæ Reykjavíkur.

Nýjasta lagið frá honum nefnist Guardian Angel og er það tileinkað Kristjáni Hinriki sem féll í hræðilegri skotárás í borginni Tulsa í Bandaríkjunum í síðustu viku, en hann og Ólafur voru ansi góðir vinir.

Það eru þau Ezekiel Mar og Margrét Rán sem syngja viðlagið í þessu afar hjartnæma lagi en lagið var unnið í sameiningu við André Ramirez eða Pro Starz eins og hann kallar sig.

„Með þessu lagi vil ég senda kveðju til Kristjáns Hinriks en nafnið á laginu er komið til af því að hann passaði svo vel upp á mig þegar ég var yngri og mun hann ennþá vaka yfir mér, hvíldu í friði vinur.“