Steindi Jr. sló svo heldur betur í gegn fyrir um mánuði síðan með laginu sem eflaust allir ættu að kannast við, Ég Dansa Það Af Mér og er kappinn mættur til leiks með glænýtt lag úr nýjasta þættinum af Steindanum Okkar.

Í laginu sem heitir Skítasker fjallar Steindi um hversu gott sé að komast af þessu “Skítaskeri“ og fara og skemmta sér í útlöndum.