Þeir Sævar Poetrix og Ármann Ingvi hafa komið ansi víða við á sviði tónlistarinnar og eru þeir báðir ansi færir á sínu sviði en þeir eru þeir báðir að vinna að nýrri plötu.

Sagan á bakvið lagið er sú að Sævar Poetrix, Ármann Ingvi og Rafn Helgason voru í sígarettupásu í vinnunni í glampandi sól, Rafn var að glamra á gítarinn sinn og Ármann byrjaði að raula með og loks hóf Poetrix að rappa með strákunum, og stuttu seinna varð lagið Út Í Sígó til.

Lagið fjallar um strák sem er ástfanginn af afgreiðslustúlku í verslun sem hann fer reglulega í en hefur þó aldrei talað við. Hann er kominn nokkrum skrefum á undan sér í huganum og er hann byrjaður með henni, farinn að rífast við hana, stunda kynlíf og lenda í tilfinningaflækjum eða í stuttu máli geðveikishugmyndina sem ástin  getur verið.

Þú getur hlaðið laginu niður að sjálfsögðu þér að kostnaðarlausu á nýju niðurhalssíðunni okkar en þú kemst á hana með því að smella HÉR.