Þessi ungi rappari heitir fullu nafni Jaden Christopher Syre Smith en kallar sig Jaden Smith. Þrátt fyrir að vera aðeins fjórtán ára gamall hefur hann notið gífulegra vinsælda fyrir tónlistina sína en hann hefur einnig fetað í fótspor föðurs síns, Will Smith og leikið í bíómyndum en þar má nefna Karate Kid og Men in Black II.

Lagið The Coolest er nýjasta smáskífan af mixtapeinu sem Jaden sendi frá sér á mánudaginn en það nefnist The Cool Cafe, og getur þú hlaðið því niður hérna þér að kostnaðarlausu.