Einar Lövdahl er 21 árs Vesturbæingur sem hóf tónlistarferil sinn síðasta vor og hélt tónleika vítt og breitt um bæinn.
Fyrir stuttu síðan sendi hann frá sér sitt fyrsta lag, Tímar Án Ráða en það er búið að hljóta ansi góðar viðtökur, en lagið má finna á væntanlegri plötu Einars sem kemur út um mitt næsta ár.