Sykurpúðarnir Bjartur Elí og Júlí Heiðar ættu að vera flestum kunnir en þeir hafa um ára bil heillað Íslendinga með söngi sínum og þá einkum yngri kynslóðina.

Hér eru þeir félagar mættir með splunkunýtt lag sem fjallar um ástina og  nefnist það Sem Fylgir Mér, en það er búið að vera í vinnslu í þó nokkuð langan tíma.