FM Belfast er íslensk hljómsveit sem starfrækt hefur verið frá árinu 2005, en hún skipuð þeim Lóu Hlín, Árna Rúnari, Árna Vilhjálmssyni og Örvari Þóreyjarsyni.

Meðlimir hljómsveitarinnar fengu það verkefni að semja lag í tengslum við Dag Rauða Nefsins sem haldinn er í dag, en hann er árlegur viðburður á vegum Unicef sem fæst við það að hjálpa bágstöddum börnum í heiminum.

Það eru fjórtán landsþekktir söngvarar sem komu einnig  við sögu við gerð lagsins en þar má nefna þá Ásgeir Trausta, Steinda Jr. og Valdimar en þeir hafa allir verið mikið í sviðsljósinu upp á síðkastið.